laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning á Flúðum

4. febrúar 2010 kl. 11:03

Sölusýning á Flúðum

Verður haldin í Reiðhöllinni á Flúðum föstudagskvöldið 12. febrúar næstkomandi kl. 20.00. Hægt er að skrá á sýninguna hjá Coru í síma 844 6967 eða á netfangið jovanna@gmx.de.

Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 20.00 miðvikudagskvöldið 10 febrúar.

Í skráningu þarf að koma fram IS númer hest, nafn og uppruni, stutt lýsing og verð. Einnig þarf að koma fram hver er eigandi, knapi/umráðamaður sé hann annar en eigandi ásamt upplýsingum hvar hægt er að fá frekari upplýsingar um hrossið.

Skráningargjald er 3.000.- og leggist inn á reikning 325-26-977 kt. 630307-2790

Öll hross sem verða skráð og koma fram á sýningunni stendur til boða skráning á vefsíðuna hestasala.is frítt í tvo mánuði ásamt myndum sem teknar verða á sýningunni.

Aðgangur er ókeypis og vonumst við til að sjá sem flesta koma og eiga skemmtilegt kvöld hvort sem þið eruð að leita að hrossum til kaups, viljið selja eða einfaldlega bara fylgjast með.

Fylgist með á www.smari.is