fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Sölumótið heppnaðist vel"

odinn@eidfaxi.is
6. október 2014 kl. 15:55

Talsverður áhugi var hjá kaupendum.

Aðstandendur sölumótsins segja talsverðan áhuga vera hjá kaupendum.

Forsvarsmenn sölumótsins sem haldið var á Skeiðvöllum segja það hafa heppnast vel og talsverður áhugi hafi verið eftir mótið hjá kaupendum.

Í samtali við einn aðstandanda mótsins sagði hann líkur á hátt í tíu sölum í tengslum við þetta mót og að aðsóknin hafi verið prýðileg. "Veðrið sett reyndar strik í reikninginn en Hellisheiðin var erfið yfirferðar skökum slyddu" sagði viðmælandi Eiðfaxa sem sagðist vita af áhugasömu fólki sem hafi snúið frá sökum færðarinnar.

Næsta sölumót verður haldið í Sprettshöllinni í nóvember og verður fróðlegt að vita hvenig viðbrögð verða við þessari tegund sölusýninga á höfuðborgarsvæðinu.