miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölumót á Skeiðvöllum 5.október

odinn@eidfaxi.is
11. september 2013 kl. 08:33

Hallgrímur Birkisson temur og þjálfar af krafti þessa dagana. Á myndinni situr hann Mola frá Galtastöðum. Myndin er af vef Arabæjar.

Nýjung verður á sölumótinu en það er Reiðhestaflokkur.

Nú er komið að hinu árlega sölumóti sem haldið verður á Skeiðvöllum laugardaginn 5.okt 2013 og hefst kl 11:00. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölt T7. Venjuleg keppni 2-3 inná vellinum í einu, 3 dómarar og allir hestar til sölu. Ein nýjung verður á sölumótinu en það er Reiðhestaflokkur - Hestur teymdur inn, stigið á bak og sýna svo gangtegundir eftir þul, engar tölur eru gefnar í þessum flokki.
 
Skráning fer fram á midkot@emax.is og er skráningargjald 2000kr og leggist inná banka: 0586-14-402187, kt:291169-5389 og lýkur skráningu fimmtudagskvöld 3.okt kl 23:59.
 
upplýsingar (útfyllist) fyrir skráningu
IS-númer:
Nafn:
Litur:
F:
M:
Keppnisgrein:
Knapi:
Verð:
Umráðamaður:
Sími:
Netfang/veffang:
 
Mörg áhugaverð hross hafa komið og selst undanfarin ár, þannig að nú er að taka daginn frá og kannski finnur þú draumahestinn 5.okt 2013.
 
Miðkot.is
Hemla.is
Iceevents.is
Foli.is