miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölumót á Skeiðvöllum 6. október

17. september 2012 kl. 19:22

Sölumót á Skeiðvöllum 6. október

"Sölumót verður haldið að Skeiðvöllum laugardaginn 6 október. Mótið verður með svipuðu sniði og síðast, allir hestar sem taka þátt eru til sölu, þrír dómarar sem gefa tölur, úrslit riðin og frábær verðlaun í boði. Mótið hefst klukkan 11:00 og þær greinar sem keppt verður í er fjórgangur, fimmgangur, tölt T7 og 100m skeið (handklukka).

Skráning er hafin á netfangið midkot@emax.is og lýkur fimmtudagskvöldið 4. október kl 23:59.
Í skráningu skal koma fram IS-númer og nafn hests, litur, faðir, móðir, verðflokkur, keppnisgrein, knapi og umráðamaður ásamt upplýsinum um símanúmer og netfang seljanda og svo afrekaskrá ef seljandi vill. Skráningargjald er 3000 kr og greiðist inn á 586-14-402187 kt.291169-5389 um leið og skráð er. Senda þarf kvittun á netfangið midkot@emax.is. Skylt er að skrá hrossið í verðflokk.
Verðflokkarnir eru eftirfarandi:
0-600.000
600.000 – 1.200.000
1.200.000 – 1.800.000
1.800.000 – 3.000.000
3.000.000 +

Miðkot www.midkot.is
Hemla  www.hemla.is
Arabær www.arabaer.is
Ice Events www.iceevents.is"