miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölumót á laugardag

1. október 2012 kl. 13:59

Sölumót á laugardag

Sölumót verður haldið að Skeiðvöllum laugardaginn 6 október. Það eru Miðkot,  Hemla, Arabær og Ice-events sem standa að mótinu:

"Mótið verður með svipuðu sniði og síðast, allir hestar sem taka þátt eru til sölu, þrír dómarar sem gefa tölur, úrslit riðin og frábær verðlaun í boði.

Mótið hefst klukkan 11:00 og þær greinar sem keppt verður í er fjórgangur, fimmgangur, tölt T7 og 100m skeið (handklukka).

Skráning er hafin á netfangið midkot@emax.is og lýkur miðvikudagskvöldið 3. október kl 23:59.

Í skráningu skal koma fram IS-númer og nafn hests, litur, faðir, móðir, verðflokkur, keppnisgrein, knapi og umráðamaður ásamt upplýsinum um símanúmer og netfang seljanda og svo afrekaskrá ef seljandi vill.

Skráningargjald er 3000 kr á hest og greiðist inn á 586-14-402187 kt.291169-5389 um leið og skráð er. Senda þarf kvittun á netfangið midkot@emax.is. Skylt er að skrá hrossið í verðflokk.

Verðflokkarnir eru eftirfarandi:

  • 0-600.000

  • 600.000 – 1.200.000

  • 1.200.000 – 1.800.000

  • 1.800.000 – 3.000.000

  • 3.000.000 +

midkot.is

hemla.is

arabaer.is

iceevents.is"