mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölu- og markaðsdagur Freyfaxa og Hraust

24. september 2012 kl. 10:44

Mynd/freyfaxi.123.is

Sölu- og markaðsdagur Freyfaxa og Hraust

Hestamenn á Austurlandi ætla að gera sér glaðan dag laugardaginn 13. október nk. í Hestamiðstöð Austurlands á Iðavöllum:

 „Dagskrá hefst klukkan 16:00 með sölusýningu hrossa. Sýnd verða tvö hross í einu skv. söluskrá. Umsjón með sölusýningu og söluskrá hefur Einar Ben Þorsteinsson og fer skráning fram hjá honum. Netfang: gleraugun@simnet.is og gsm 896-5513. Söluhross verða merkt eftir 5 verðflokkum.
 
Verðflokkar:
A: 0-250þ
B: 250þ - 500þ
C: 500þ - 1m
D: 1m+
 
Innifalið í skráningu er hesthúspláss yfir daginn í hesthúsi Hraust, auk þess sem hægt verður að sýna hrossum Reiðhöllina fyrri hluta dags.
Þar sem nú er gerð í fyrsta skipti á Austurlandi tilraun með sölusýningu eru hrossaræktendur og hesteigendur eindregið hvattir til að koma með sölugripi til sýningar. Vonin er að með tíð og tíma verði sölusýningar ómissandi þáttur í hestamennskunni hér fyrir austan.
 
Í Reiðhöllinni sama dag verður einnig settur upp markaður. Hugsunin er að hestaáhugafólk geti komið með hestavörur, búnað o.fl. t.d. hnakka, reiðtygi, fatnað sem það vill losa sig við og selt á markaðnum. Freyfaxi mun taka væg umboðslaun af seldum vörum á markaðnum.
Um að gera fyrir hestafólk að koma og gera góð kaup!
 
Umsjónarmaður markaðar er Melli Hallbach, hún mun veita söluvörum móttöku í Reiðhöllinni kl. 14-16 á markaðsdag. Óseldar vörur skulu fjarlægðar af eigendum í lok dags.
Já og kaffi og kruðerí að sjálfsögðu á staðnum! Takið daginn frá. Nánar auglýst þegar nær dregur,“ segir á vefsíðu hestamannafélagsins Freyfaxa.