miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sólon sigraði Uppsveitadeildina

12. maí 2012 kl. 10:45

Sólon sigraði Uppsveitadeildina

Föstudagskvöldið 11 maí fór fram lokakvöld í Uppsveitadeildinni á Flúðum. Keppt var í tölti og fljúgandi skeiði gegnum höllina.  Hestakostur var góður í báðum greinum og var mikil spenna fram á lokamínútur og ljóst var að allt gat gerst. Að lokinni forkeppni í tölti voru skeiðhestar teknir til kostanna og forkeppni og úrslit í skeiði kláruð. Riðnir voru tveir sprettir í forkeppni, knapar með 10 bestu tímana ríða síðan tvo spretti í úrslitum þar sem betri umferð gildir. 

Það var Bjarni Bjarnason á Hrund frá Þóroddsstöðum sem hélt sínu sæti allan tíman og sigraði með tímann 3,06 sek. Annar var Einar Logi Sigurgeirsson á Glæsi frá Ásatúni á tímanum 3,12 sek og þriðji var Grímur Sigurðsson á Tíglu frá Tóftum með tímann 3,29. 
B-úrslit í tölti voru mjög jöfn og aðeins nokkrar kommur voru milli efstu hesta. Að lokum fóru leikar þannig að Vilmundur Jónsson og Hrefna frá Skeiðháholti sigruðu B-úrslitin með einkunina 6,78. 
Vilmundur og Hrefna mættu því enn á ný til leiks í A úrslitum, deildu að þeim loknum 3-4 sæti ásamt Líneyju Kristinsdóttur á Hljóm frá Fellskoti með einkunina 6,89. Annað sætið hrepptu Sólon Morthens og Körtur frá Torfastöðum með 6,94 og öruggur sigurvegari í tölti var Guðmann Unnsteinsson á Breytingu frá Haga I með 7,28.
Einstaklingskeppnina vann Sólon Morthens með 39 stig, önnur var Ása Ljungberg með 31 stig og þriðji var Guðmann Unnsteinsson með 29 stig.
Liðakeppnin var vægast sagt spennandi, eftir skeiðið var staðan þannig að efsta sætið vermdi lið ÁSTUNDAR sem hafði tveggja stiga forystu á LIÐIÐ HANS HJALLA. Ljóst var að allt yrði lagt undir í úrslitum í  tölti sem varð raunin því liðin stóðu uppi með nákvæmlega jafn mörg stig, 67 stig eftir allar 6 greinarnar. 
Niðurstaðan varð því sú að sigurvegari í liðakeppni í Uppsveitadeildinni 2012 er LIÐIÐ HANS HJALLA sem vann lið ÁSTUNDAR innbyrðis með þremur gullum á móti einu. 
Liðsmönnum, liðsstjórum og aðstandendum allra liðanna er óskað til hamingju með glæsilega keppni sem og mótshöldurum og öllum þeim sem að mótunum hafa komið. Frábær skemmtun sem klárlega er komin til að vera.
 
 
Meðfylgjandi eru helstu úrslit
 
A-ÚRSLIT TÖLT
1 Guðmann Unnsteinsson/Breyting frá Haga I 7,28
2 Sólon Morthens/Körtur frá Torfastöðum 6,94
3-4. Vilmundur Jónsson/Hrefna frá Skeiðháholti 6,89
3-4. Líney Kristinsdóttir/Hljómur frá Fellskoti 6,89
5 María B. Þórarinsdóttir/Birta frá Fellskoti 6,44
 
B-ÚRSLIT TÖLT
1 Vilmundur Jónsson/Hrefna frá Skeiðháholti 6,78
2 Ása Ljungbeg/Brynglóð frá Brautarholti 6,72
3 Knútur Ármann/Bríet frá Friðheimum 6,56
4 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Blossi frá Vorsabæ II 6,11
5 Gunnlaugur Bjarnason/Arkíles frá Blesastöðum 2a 5,61
 
FLJÚGANDI SKEIÐ
1 Bjarni Bjarnason/Hrund frá Þóroddsstöðum 3,06 sek
2 Einar Logi Sigurgeirsson/Glæsir frá Ásatúni 3,12 sek
3 Grímur Sigurðsson/Tígla frá Tóftum 3,29 sek
4 Bjarni Birgisson/Stormur frá Reykholti 3,35 sek
5 Vilmundur Jónsson/Míla frá Hafsteinsstöðum 3,42 sek
6 Knútur Ármann/Hruni frá Friðheimum 3,52 sek
7 Sólon Morthens/Glaumdís frá Dalsholti 3,55 sek
8 Kristbjörg Kristinsdóttir/Spyrna frá Þingeyrum 3,57 sek
9 Líney Kristinsdóttir/Lokkur frá Fellskoti 3,74 sek
10 Ása Ljungberg/Felling frá Hákoti LÁ EKKI 
 
EINSTAKLINGSKEPPNI
1 Sólon Morthens 39 stig
2 Ása Ljungberg 31 stig
3 Guðmann Unnsteinsson 29 stig
4 Knútur Ármann 26 stig
5 María B. Þórarinsdóttir 23 stig
6 Einar Logi Sigurgeirsson 18 stig
7 Líney S. Kristinsdóttir 17,5 stig
8 Bjarni Bjarnason 15 stig
9 Bjarni Birgisson 14 stig
10 Vilmundur Jónsson 13,5 stig
 
LIÐAKEPPNI
1 LIÐIÐ HANS HJALLA 67 STIG
2 ÁSTUND 67 STIG
3 JÁVERK 42 STIG
4 ÞÓRISJÖTNAR 35,5 STIG
5 LAND&HESTAR/NESEY 23 STIG
6 MOUNTAINEERS OF ICELAND 24 STIG
7 BYKO 16,5 STIG