þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sólon og Þórey á Hrosshaga

9. desember 2011 kl. 11:44

Sólon Morthens tekur Frægan frá Flekkudal til kostanna á Íslandsmóti á Sörlastöðum.

Byggja upp hestamiðstöð í Biskupstungum

Hjónin Sólon Morthens og Þórey Helgadóttir á Hrosshaga í Biskupstungum standa nú í ströngu, en þau eru að leggja lokhönd á nýtt hesthús, sem á að rúma 26 hross, ásamt reiðskemmu. Þar reka þau hestamiðstöð, og annast almenna þjónustu við hestamenn : Tamningar, þjálfun, járningar og kennslu. Sólon útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2010, og hefur getið af sér gott orð fyrir vönduð vinnubrögð sem tamningamaður og hestaþjálfari. Af hrossum sem verða undir hnakk hjá kappanum í vetur er meðal annarra gæðingurinn Frægur frá flekkudal, en þeir félagar hafa náð góðum árangri undanfarin misseri, unnu til dæmis fimmgang meistara á Suðurlandsmóti 2010 og náðu viku seinna  fjórða sæti á Íslandsmóti í sömu grein.