sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sólin er í Skagafirði

25. júní 2011 kl. 21:35

Sólin er í Skagafirði

Tíðindafólk Eiðfaxa er mætt á Vindheimamela og færir hér fréttir af dýrindisveðri í Skagafirði. Kvöldsólin varpar hlýlegum blæ yfir gæðingavöllinn þar sem sást til keppanda æfa sig í stuttermabol klukkan níu í kvöld.

Andrúmsloftið er afslappað, lög með hljómsveitinni Hjálmum óma um svæðið og fólk brosir.

Eiðfaxi mælir með að allir geri sér ferð í Skagafjörð í vikunni!