miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Soldán með hestadellu

6. mars 2014 kl. 11:00

Reiðmenn soldánsins af Óman voru fljótir að komast upp á lag með að sitja íslensku hestana.

Íslenskir hestar í Óman.

Árið  2011 festi soldáninn af Óman, Qaboos bin Said Al Said, kaup á sex íslenskum hrossum. Í lok þess árs voru þau flutt frá heimalandinu Þýskalandi og urðu þar með fyrstu íslensku hestarnir í Mið-Austurlöndum svo vitað sé til. Þjóðverjarnir Thorsten Weiss og Frank Heim fylgdu hestum sínum eftir og kenndu knöpum soldánsins grundvallartækni í ásetu og þjálfun hestanna. Eiðfaxa lék forvitni á að vita hvernig þetta ævintýri kom allt til og fékk Thorsten til að segja stuttlega frá.

Í 2. tölublaði Eiðfaxa má nálgast grein um forríkan soldán sem safnar hestakynjum. Hér er bútur úr greininni:

Á fimm ára fresti er haldin ristastór hestasýning í Óman en sú næsta er áætluð 2016. Þar koma fram um 1.400 hestar , rúmlega 700 kameldýr og um 1500 tónlistarmenn. Sýningaratriði á hátíðinni, sem kallast Royal Equestrian & Camel Festival, eru frá hinum ýmsu heimshornum. Sýndar eru allt frá skrautreiðum og kappreiðum upp í hersýningar. Þá sýna hin fjölbreyttu hestakyn sem sóldánninn hefur safnað hvað í þeim býr. Ef að líkum lætur verður íslenski hesturinn hluti af sýningunni að tveimur árum.

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.