föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sól og veisla í dag

2. júlí 2011 kl. 12:19

Sól og veisla í dag

Sólin skín í heiði á Vindheimamelum. Rjóðir Landsmótsgestir kasta af sér ullarpeysum og njóta sólar og sýninga.

Í morgun var aðstandendum efstu hryssa í kynbótadómi afhent verðlaun og núna kl. 13.30 hefst A-úrslit í barnaflokki. Síðan rekur hvert atriðið á fætur öðru, afkvæmi heiðursverðlaunahesta koma fram, Sleipnisbikarinn verður afhentur og A-úrslit í tölti svo eitthvað sé nefnt.

Það er sannarlega veisla framundan!