sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sól, hestamennska og golf-

10. september 2010 kl. 15:24

Sól, hestamennska og golf-

Nú þegar reiðhestar eru margir hverjir komnir í frí, hafa eigendur þeirra tíma til að gera aðra hluti. Nokkrir vaskir hestamenn undir stjórn Ragnhildar Sigurðardóttur  golfdrottningar er að safna saman hópi fólks sem hefur áhuga á að fara í vikuferð til Spánar að kynna sér reiðmennsku og hestamennskuna þar í landi og nota um leið tækifærið til þess að læra eða æfa Golfíþróttina undir stjórn Ragnhildar, nú og eða bara að njóta góða veðursins. Búið er á glæsihótelinu Costa Ballena í héraðinu Cadis en það er í hjarta Andalúsíu sem er aðal hestamennskuhérað Spánar. Auk þess að heimsækja Konunglega reiðskólann í Jerez, verða einhver bú heimsótt og hugsanlegt er að þjálfarinn Jose Louis, sem er Íslendingum af góðu kunnur setji upp sýnikennslu í þjálfun og uppbyggingu Andalúsíu gæðingsins. Nokkrir hestamenn fóru í svipaða ferð árið 2009 og var sagt frá þeirri ferð í 9 tölublaði Eiðfaxa þess árs, en til uppryfjunar er greinin hér.