laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snyrtilegt hjá Snugg og Jóa

21. febrúar 2014 kl. 11:26

Snugg og Jói að sýningu lokinni.

Sýning Bikars og Elisu brösótt.

World toelt heldur áfram og enn stendur yfir forkeppni í fjórgangi.

Margir biður spenntir eftir að sjá Bikar frá Syðri-Reykjum í braut, en þetta er hans fyrsta stórmót síðan hann fór af landi brott á síðasta ári. Knapi hans Elise Lundhaug er þaulvön keppnismanneskja þrátt fyrir ungan aldur og hefur gert garðinn frægann á heimsmeistaranum Hvin frá Holtsmúla. Sýning Elísu og Bikars var nokkuð brösótt, þau uppskáru 5,97 í lokaeinkunn.

Jóhann Skúlason mætti til leiks með moldótta hryssu úr sinni ræktun, Snugg frá Grundet Hus. Snugg er undan Hrynjanda frá Hrepphólum, rétt eins og Hnokki frá Fellskoti, og Dáð frá Byrgisskarði. Snugg er klárhryssa með 8,11 í aðaleinkunn kynbótadóms og hefur m.a. hlotið 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið.

Snugg fór leikandi og fallega undir Jóhanni og uppskáru þau fögnuð, lófaklapp og 7,17 í einkunn. Hann er því jafn Snorra Dal í efsta sæti sem stendur.