þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Snugg er falleg en Hnokki glæsilegur"

21. febrúar 2014 kl. 20:58

Jóa og Hnokka var klappað lof í lófa eftir glæsilega sýningu.

Jóhann í góðum málum á Heimsbikarmótinu.

Jóhann Skúlason sannaði enn og aftur yfirburði sína í töltkeppninni. Hann á tvö efstu hrossin eftir stórkostlega forkeppni Heimsbikarmótsins innanhús, Worlt toelt.

Okkar maður á staðnum, Kári Steinsson, náði tali af Jóa að forkeppni lokinni. Sagði Jóhann að hann ætlaði sér meira þrátt fyrir að vera mjög ánægður með Hnokka. "Klárinn er í fanta formi miðað við árstíma."

Bæði bera þau Hnokki og Snugg föður sínum, Hrynjanda frá Hrepphólum, gott vitni. Hnokki er löngu búin að sanna færni sína og gæðingskosti, hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari í tölti. Snugg er kláryrrssa ræktuð af Jóhanni, fædd 2006. Hún var sýnd í kynbótadómi 2012 og fékk þá jafnan og góðan hæfileikadóm, 8 -9 í einkunn fyrir alla þætti, utan skeiðs.

Jóhann talar fallega um bæði hrossin. "Snugg er falleg en Hnokki glæsilegur. Snugg er frábært hross en Hnokki er með ákveðinn X-faktor sem afar fá hross búa yfir."