mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snúður, trúður, prinsessa og ljón

24. janúar 2014 kl. 09:00

Grímutölt Sörla Mynd: Heimasíða Sörla www.sorli.is

Grímutölt Sörla

Grímutölt Sörla verður haldið laugardaginn 1.febrúar að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Hefst það stundvíslega kl. 13:30.

Snúður, trúður, prinsessa, ljón, jarðaber, popp, pönkari, norn, dansmær, karl, hús eða einhver önnur furðuvera Síðustu ár hafa búningar verið hver öðrum skemmtilegri. 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Pollar teymdir/pollar ríða sjálfir
- Börn
- Unglingar og ungmenni
- Fullorðnir

Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í hverjum flokki.
Tilþrifaverðlaun verða afhent að vanda.

Að auki verður kókosbolluboðhlaupið endurvakið. 
Liðin sem munu mæta til leiks eru:
- lið stjórnar Sörla,
- lið mótanefndar, 
- lið æskulýðsnefndar og
- lið afmælisnefndar.

Skráning fer fram á www.skraning.is 
Þátttakendur eru beðnir um að fylla út heiti eða lýsingu á búningi eða persónu sem þeir eru á mótinu

Verð:
Frítt fyrir polla, 500 fyrir börn og 1000 fyrir aðra.

Hvetjum alla til að taka þátt í frábærri skemmtun. 
Gaman væri að sjá áhorfendur koma líka í búningum