mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snót efnilegust og glæsilegust

7. desember 2014 kl. 21:27

Snót frá Skíðbakka 1a ásamt eiganda sínum, Oddný Lilju Birgisdóttur

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Austur-Landeyja.

Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélags Austur-Landeyja var haldin í reiðhöllinni Skeiðvangi á Hvolsvelli laugardaginn 22. nóvember. Skráð voru til leiks 26 folöld og tókst sýningin vel í alla staði. Dómarar sýningarinnar voru Gísli Sveinsson í Miðási og Katla Gísladóttir, dóttir hans.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Hestfolöld
1. sæti - Viðar frá Skeiðvöllum
Faðir: Framherji frá Flagbjarnarholti
Móðir: Vænting frá Kaldbak
Rækt/Eig: Hjörtur Ingi Magnússon

2. sæti – Sölvi frá Þúfu
Faðir: Sólon frá Skáney
Móðir: Þöll frá Þúfu
Rækt/Eig: Guðni Þór Guðmundsson &
                      Anna Berglind Indriðadóttir

3. sæti – Ísfeldur frá Miðhúsum
Faðir: Prinsinn frá Efra-Hvoli
Móðir: Vænting frá Velli II
Rækt/Eig: Magnús Halldórsson

Merfolöld
1. sæti – Snót frá Skíðbakka 1a
Faðir: Stekkur frá Skák
Móðir: Tinna frá Kimbastöðum
Rækt: Birgir Ægir Kristjánsson &
            Hlín Albertsdóttir
Eig: Oddný Lilja Birgisdóttir

2. sæti – Skíma frá Hvolsvelli
Faðir: Arion frá Eystra-Fróðholti
Móðir: Vordís frá Hvolsvelli
Rækt: Ásmundur Þór Þórisson &
           Helga Friðgeirsdóttir
Eig: Klara Sif Ásmundsdóttir

3. sæti – NN frá Eystra-Fróðholti
Faðir: Sær frá Bakkakoti
Móðir: Glæta frá Ártúnum
Rækt/Eig: Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir 

Efnilegasta folaldið, valið af dómnefnd: Snót frá Skíðbakka 1a
Glæsilegasta folaldið, valið af áhorfendum: Snót frá Skíðbakka 1a