fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snorri hlaut reiðmennskuverðlaun

16. júlí 2012 kl. 11:19

Snorri hlaut reiðmennskuverðlaun

Snorri Egholm Þórsson var heiðraður með reiðmennskuverðlaunum FEIF Feather Prize á Youth Cup í Þýskalandi. Verðlaunin fær sá knapi á mótinu sem þykir sýna góða, fjaðurmagnaða og fyrirmyndarreiðmennsku.

Snorri Egholm tók þátt í tveimur greinum mótsins og varð í 2. sæti í töltkeppni T7 á Tristani frá Litlu-Sandvík, með sömu lokaeinkunn og sigurvegarinn Cindy Schneider frá Þýskalandi.

Snorri raðar sér þar með í hóp mætra knapa en meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin áður er Anne Stine Haugen, Guðmundur Einarsson, Ástríður Magnúsdóttir, Lena Trappe, Vo Cavens, Stian Pedersen, Stephanie Nielsen, Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Frauke Schenzel.