laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Snorri Dal og Vignir skutust í efsta sæti

21. febrúar 2014 kl. 11:03

Agnes og Vignir á Landsmóti 2011

Vignir frá Selfossi í góðu formi.

Síðari hluti fjórgangskeppni Heimsbikarmótsins World toelt fer nú fram. Snorri Dal mætti rétt í þessu á Vigni frá Selfossi, keppnishesti Agnesar Heklu Árnadóttir m.a. á Landsmóti 2011 og á Heimsmeistaramótinu í Austurríki 2011. Vignir var í góðu formi hjá Snorra, hlutu þeir 7,17 í einkunn og skutust þeir í efsta sæti.