miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smyrill og Hinrik einnig afskráðir í fjórgangi

6. ágúst 2013 kl. 12:17

Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum

Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason munu heldur ekki keppa í dag.

Nokkur afföll virðast hafa átt sér stað í íslenska liðinu, en fyrr í dag birtum við frétt um að Flosi Ólafsson og Möller frá Blestastöðum 1A hafi afskráð sig úr fjórgangi V1.

Sama gildir um Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum sem munu heldur ekki spreyta sig í fjórgangnum í dag.

Eftir eru aðeins fimm íslenskir knapar í fjórgangi, en nokkrir hafa þegar lokið keppni.