laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smyrill nær flugi

19. mars 2012 kl. 08:58

Hulda Gústafsdóttir á Smyrli frá Hrísum á Svellköldum konum 2012. Mynd/Jens Einarsson

Nýr keppnishestur í gæðingasafni Hestvits

Hulda Gústafsdóttir varð efst í opnum flokki á Smyrli frá Hrísum á Svellköldum konum, töltmóti í Skautahöll Reykjavíkur. Ekki í fyrsta skipti sem Hulda hampar bikar í Skautahöllinni.

Smyrill er á ellefta vetur, undan Skorra frá Gunnarsholti og Mirru frá Hrísum. Hann er nýr hestur í gæðingasafni Hestsvits ehf., sem eru í eigu þeirra hjóna Huldu og Hinriks Bragasonar á Árbakka. Hann er þó ekki ókunnugur keppnisvöllum. Þorvaldur Árni Þorvaldsson var með hestinn undir hnakk í fyrra, keppti meðal annars á honum í tölti og B flokki á LM2011. Sigurbjörn Viktorsson keppti á honum árið áður. Smyrill hefur jafnan náð prýðilegum árangri, þótt hann hafi ekki náð sama flugi og hjá Huldu á svellinu.

Ýmsir kunnir hestamenn hafa átt gripinn, Benedikt G. Benediktsson, Gylfi Gunnarsson, Ásgeir Svan Herbertsson, Sigrún Sigurðardóttir, og Þorvaldur Árni Þorvaldsson.