miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalinn áfram í KS deildinni

24. janúar 2011 kl. 14:59

Magnús Magnússon á Íbishóli hefur sýnt mikla snilli í Smalanum. Mynd/Rósberg

Ung keppnisgrein í mótun

Smali verður áfram keppnisgrein í KS deildinni í Skagafirði. Þrýstingur hefur komið frá nokkrum knöpum um að fella greinina út, en stjórnendur deildarinnar telja að Smalinn eigi fullt erindi í mótaröðinni, enda er greinin vinsæl meðal áhorfenda. Guðmundur Sveinsson, sem er einn af stofnendum og hugmyndasmiðum KS deildarinnar, segir að vel komi til greina að breyta reglum og fyrirkomulagi í Smalanum, enda sé hér um unga keppnisgrein að ræða sem eigi án efa eftir að þróast og mótast með meiri reynslu.

Þess má geta að úrtaka fyrir þau sex sæti sem laus eru í KS deildinni fer fram í Svaðastaðahöllinni á miðvikudagskvöldið kemur, 26. janúar. Fyrsta mótið í röðinni fer síðan fram 16. febrúar og verður þá keppt í fjórgangi.