miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smali og skeið

20. mars 2014 kl. 14:43

Smali

KEA mótaröðin

Enn magnast spennan í KEA mótaröðinni þegar síðasta kvöldið nálgast. Mótanefnd og fulltrúar liða liggja nú yfir hönnun og smíði þrautabrautar fyrir smalann. Stefnt er á að brautin verði tilbúin stuttu fyrir mót svo liðin geti æft sig. Það er kjörið fyrir þá sem ekki eru þátttakendur í mótinu að reyna að komast aðeins að og prófa að fara brautina. Höllin verður opin eins og áður fyrir mótið.

Næsta keppniskvöld hefjist kl. 18 en knapa og starfsmannafundur hefst kl. 17.  Það eru allir velkomnir til að horfa á skemmtilega keppni og er aðgangur ókeypis.

Síðasta keppnin í mótaröðinni verður á föstudagskvöldið 28. mars  í stað fimmtudagskvölda áður. Eftir keppni koma allir liðsmenn, stuðningsmenn, starfsmenn og mótstjórn saman eftir í Skeifunni og gleðjast eins og hestamönnum er lagið.

Það má vel koma fram að almenn ánægja hefur verið með mótið og fólk hrifið af að geta séð brot úr mótaröðinni hjá N4 en þeir hafa verið að gera fantagóða hluti þeir Siguróli, Sindri og nú síðast Þórgnýr. Næst verður sýnt frá TÖLT keppninni á mánudaginn 24 mars.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í smala og skeið, meira vanir og minna vanir. Skráningu líkur á miðnætti mánudaginn 24. mars.

Skráning er hér http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Athugið að skeiðið er aðeins fyrir meira og minna vana (ekki fyrir 17 ára og yngri).