miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalar og skeiðhestar á Svaðastöðum

30. mars 2011 kl. 09:16

Metta Mannseth þeytir Þúsöld frá Hólum á skeiði í keppni við Sigurð Óla Kristinsson á Íslandsmóti á Akureyri.

Síðasta mót í KS-deildinni

Síðasta mótið í KS-deildinni, Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 30. mars og hefst keppnin klukkan 20.00. Knapar hafa verið að æfa hesta sína í Smala undanfarna daga og að sögn staðarhaldara má búast við mörgum skemmtilegum sýningum.

Margir mjög fljótir skeiðhestar eru skráðir til leiks í skeiðinu. Eins og hestamenn vita er mikil skeiðstemmning í Svaðastaðahöllinni, hvort sem það er í KS-deildinni eða við önnur tækifæri. það má því búast við skemmtilegri skeiðkeppni. Allnokkrir knapar eiga ennþá möguleika á að hljóta titilinn "stigahæsti knapinn". Spennan er því mikil og ljóst að keppnin verður hörð.

Rétt er að minna á að það verður bein útsending á vefnum http://wms.vodafone.is/tindastoll.  Meðfylgjandi eru ráslistar fyrir kvöldið.

Smali:
1. Mette Mannseth - Bassi frá Stangarholti.
2. Baldvin Ari Guðlaugsson - Logar frá Möðrufelli.
3. Hörður Óli Sæmundarson - Hnokki frá Hofsstöðum.
4. Árni Björn Pálsson - Korka frá Steinnesi.
5. Riikka Anniina - Gnótt frá Grund 2.
6. Tryggvi Björnsson - Óvissa frá Galtarnesi.
7. Þórarinn Eymundsson - Glanni frá Ytra-Skörðugili.
8. Sölvi Sigurðarson - Bending frá Hólum.
9. Ragnar Stefánsson - Hvöt frá Miðsitju.
10. Eyjólfur Þorsteinsson - Bróðir frá Stekkjadal.
11. Ísólfur Þ. Líndal - Rós frá Grafarkoti.
12. Þorsteinn Björnsson - Kóngur frá Hólum.
13. Elvar Einarsson - Muggur frá Sauðárkróki.
14. Magnús Bragi Magnússon - Frami frá Íbishóli.
15. Jón Herkovic - Flæsa frá Fjalli.
16. Ólafur Magnússon - Kæla frá Bergsstöðum.
17. Bjarni Jónasson - Lipurtá frá Varmalæk.
18. Erlingur Ingvarsson - Dröfn frá Torfunesi.

Skeið:
1. Baldvin Ari Guðlaugsson - Baugur frá Efri-Rauðalæk.
2. Mette Mannseth - Þúsöld frá Hólum.
3. Ólafur Magnússon - Kúabús-Blakkur frá Kýrholti.
4. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu.
5. Bjarni Jónasson - Hrappur frá Sauðárkróki.
6. Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
7. Sölvi Sigurðarson - Steinn frá Bakkakoti.
8. Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu.
9. Þórarinn Eymundsson - Bragur frá Bjarnastöðum.
10. Ragnar Stefánsson - Maur frá Fornhaga.
11. Eyjólfur Þorsteinsson - Storð frá Ytra-Dalsgerði.
12. Ísólfur Þ. Líndal - Tvistur frá Hraunbæ.
13. Elvar Einarsson - Kóngur frá Lækjamóti.
14. Þorsteinn Björnsson - Melkorka frá Lækjamóti.
15. Árni Björn Pálsson - Ás frá Hvoli.
16. Erlingur Ingvarsson - Möttul frá Torfunesi.
17. Magnús Bragi Magnússon - Fjölnir frá Sjávarborg.
18. Tryggvi Björnsson - Gjafar frá Þingeyrum.