fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalamót í Herði 5.febrúar

28. janúar 2011 kl. 23:14

Smalamót í Herði 5.febrúar

Eiðfaxi fékk bréf frá nokkrum ungum knöpum í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og birtist það hér:

Smalamót Harðar var haldið í fyrsta skipti veturinn 2010 og með glæsibrag. Hugmyndin hófst á því að við, Súsanna Katarína og Harpa Sigríður vorum að horfa á smala hjá Meistaradeild Vís 2009 og langaði okkur að hafa eitthvað svipað í Herði hjá okkur. Svo hófust framkvæmdir við smíði verðlaunagripa og var það nú gert í frímínútum í skólanum og  eftir skóla voru keilurnar til að afmarka brautina gerðar. Á mótinu var mikil skráning og allir í góðu skapi og tókst mótið enn betur en gert var ráð fyrir.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á Smalamótinu en það eru fyrst og fremst breytingar á verðlaunagripum og brautinni en svo verður núna skráningargjald fyrir unglingaflokk og eldri 500 krónur og  geta allir lagt fram frjálst framlag sem rennur svo óskipt til krabbameinssjúkra barna.

Æfingar eru svo föstudaginn 4 febrúar  frá klukkan 5 og verður brautin uppsett yfir nóttina. Svo erum við búnar að tala við Sigurbjörn Bárðarson og ætlar hann að fá nokkra Meistaradeildarknapa til þess að koma og keppa við okkar sterkustu knapa. Mótið sjálft verður þann 5 febrúar klukkan 13:00 og fer bara eftir því hversu mikil skráningin er, hversu lengið mótið mun vara. 

Skránnigar eru í síma 8445915(katarína) og 8988324(harpa) á föstudaginn kl. 14:00