miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalamót Harðar haldið í reiðhöllinni í Mosfellsbæ

4. febrúar 2011 kl. 09:15

Smalamót Harðar haldið í reiðhöllinni í Mosfellsbæ

Laugardaginn 5.febrúar Kl.13 er Smalamót Harðar haldið í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Það mun kosta skráningargjlad  500.kr fyrir þá sem eru...

í unglingarflokki og ofar frítt fyrir börn. Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt. Í stuttu máli fer mótið þannig fram að sett verður upp þrautabraut í reiðhöllinni og sá sem ríður hana hraðast og næra að fella sem fæstar keilur vinnur, maður mun fá refsistig fyrir að fella keilu. þetta er góðgerðamót og rennur öll innkoman til krabbameinssjúkra barna. það eru þær Súsanna Katarína og Harpa Sigríður sem eiga hugmyndina að mótinu, stilla því upp og smíða verðlaunagripi. Öll vinna við mótið verður í sjálboðavinnu. Við hvetjum alla til að mæta í reiðhöllina í Mosfellsbæ að koma að taka þátt eða bara horfa á frábæra skemmtun og styrkja gott málefni.
skráningar eru í síma (Súsanna Katarína)8445915 og (Harpa Sigríður) 8988324 Skráningar hefjast eftir kl. 14 á föstudeginum og verður fram að móti á laugardeginum