mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalamót Harðar 2011 tókst með glæsibrag

6. febrúar 2011 kl. 00:55

Smalamót Harðar 2011 tókst með glæsibrag

Smalamót Harðar 2011 var haldið 5 febrúar í Reiðhöll Harðar og tókst með glæsibrag. Skráning var góð og komu enn fleiri að horfa á...

Við fengum bæjarstjórann til að setja mótið og mæðgur frá Félagi krabbameinssjúkra barna til að segja nokkur orð og taka á móti styrk. Var svo mikil spenna í áhorfendastúku og var dauðaþögn meðan knapi reið brautina og svo þegar komið var yfir brettið voru svaka hvatningar frá áhorfendum. Allt gekk vel í sjálfboðastarfi og var meira en nóg af mannskap enda allir spenntir að hjálpa fyrir svona góðu málefni. Komu svo Teitur Árnason og Ragnar Tómasson og tóku einvígi við stofnendur mótsins Súsönnu Katarínu og Hörpu  Sigríði,og rétt mörðu tvísýnan sigur Meistaradeildaknaparnir enda vanir menn. Keppt var í fjórum flokkum og komu knapar á öllum aldri og spreyttu sig, alveg frá átta ára uppí sjötugt. Tók svo formaðurinn þátt á frúarhestinum Lunda frá Vakursstöðum og stóð hann sig bara með prýði. Stofnendur og aðstandendur urðu hæstánægðir með mótið enda góður mórall.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Barnaflokkur
1.       1. Sæti: Harpa Sigríður Bjarnadóttir á Dögun
2.       2. Sæti: Anton Hugi Kjartansson á Sprengju
3.       3. Sæti: Linda Bjarnadóttir
4.       4. Sæti: Brynhildur Melot og Ör
5.       5. Sæti: Hrafndís Katla og Gikkur
 
Unglingaflokkur
1.       1. Sæti: Páll Jökull Þorsteinsson og Spöng
2.       2. Sæti: Hrönn Kjartansdóttir og Tyson
3.       3. Sæti: Fanney Pálsdóttir og Dropi
4.       4. Sæti: Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Sproti
5.       5. Sæti: Hulda Kolbeinsdóttir og Fjalar
 
Ungmennaflokkur
1.       1. Sæti: Ragnar Tómasson
2.       2. Sæti: Teitur Árnason
3.       3. Sæti: Flosi Ólafsson og Bláskjóni
4.       4. Sæti: Elise og Dýri Jarpur
5.       5. Sæti: Gabríel Óli Ólafsson Bláskjóni
 
 
Fullorðinsflokkur
1.       1. Sæti: Halldóra Huld og Geysir
2.       2. Sæti: Jón Bjarnason
3.       3. Sæti: Grettir Börkur og Bragi
4.       4. Sæti: Kristján Jónsson og Bróðir
5.       5. Sæti: Súsanna Ólafsdóttir og Perla