laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smalakeppni Uppsveitadeildar frestað

26. janúar 2012 kl. 17:53

Smalakeppni Uppsveitadeildar frestað

Stjórn Uppsveitadeildarinnar á Flúðum hefur í samráði við mótshaldara og liðsstjóra að fresta fyrsta mótinu sem halda átti annað kvöld vegna ófærðar og slæms veðurs.

 
Veðurspáin er slæm næstu 2 sólahringa og mikil ófærð víða í sveitunum. Útlit er fyrir milt og gott veður í framhaldinu og verður tekin ákvörðun um nýjan mótsdag innan skammst og það auglýst.
 
Vonum að fólk sýni þessu skilning og fylgist með nýrri dagsetning og mæti og fylgist með smalanum í Uppsveitadeildinni.
 
Allar frekari upplýsingar má finna inn á www.smari.is
 
Kveðjur frá stjórn Uppsveitadeildarinnar