þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smáhestur sem heillar

3. júní 2014 kl. 17:00

Árleg fjölskylduhelgi er haldin í Nýja-Sjálandi. Þar koma saman unnendur íslenska hestsins, bera saman bækur sínar og fara í reiðtúr.

Íslenski hesturinn í Nýja-Sjálandi

Fyrsti íslenski hesturinn steig fæti sínum á nýsjálenska grund árið 1868. Í dag eru skráð um 120 íslensk hross á Nýja-Sjálandi og aðdáendur hins knáa fáks aukast ár frá ári. Fyrir tilstuðlan Íslandshestafélags Nýja-Sjálands hefur hestinum verið gefður gaum á hestasýningum, í tímaritum og sjónvarpi.  Ár hvert stendur félagið fyrir fjölskylduhelgi þar sem fólki gefst kostur á að kynnast hestinum upp á eigin spýtur.

Grein um íslenska hestinn í Nýja-Sjálandi má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.