laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slys á hestum og hestafólki

22. mars 2012 kl. 08:47

Slys á hestum og hestafólki

Síðustu daga hafa borist nokkrar fréttir um slys á hestamönnum, en mikið eldi er í hrossum eftir góða fóðrun vetrarins og þau þar af leiðandi orkumikil nú með hækkandi sól. „Ég var að mæta hesti með reiðtygi en án knapa síns á miðri Breiðholtsbrautinni,“ sagði Björgvin Þórisson, dýralæknir í viðtali við Eiðfaxa undir kvöld á miðvikudag.

 
 „Hestamenn verða að gæta sín sérstaklega núna því það er komið vor í hestana, það er í þeim mikill kraftur og þeir vilja nýta hann. Ég mæli með því að fólk hringteymi hrossin sín áður en það fer á bak. Það tekur úr þeim mestu orkuna og minnkar hættuna á að þeir rjúki eða hegði sér á annan hátt óútreiknanlega. Mikilvægt er að fara að öllu með gát á þessum árstíma og forðast slysin með öllum ráðum,“ segir Björgvin.