fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slegist um hrossatað í Þorlákshöfn

Jens Einarsson
29. september 2009 kl. 11:22

Sandflákar græddir upp

Hestamenn í Þorlákshöfn eru í engum vandræðum með að losna við hrossaskít úr hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Háfeta. Sesselja Sólveig Magnúsdóttir, formaður félagsins, segir að slegist sé um þennan verðmæta áburð. Hestamenn noti hann mest sjálfir til uppgræðslu á landi og til áburðar í beitarhólf. Stundum taki Bæjarfélagið einnig hrossaskítinn til uppgræðslu. Þess má líka geta að mikið landsvæði meðfram hitaveitulögn í nágrenni Þorlákshafnar var grætt upp með hrossataði til að hefta sandfok sem olli skemmdum á lögninni. Önnur bæjar- og hestamannafélög ættu að taka Þorlákshafnarbúa sér til fyrirmyndar.