mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slasaðist illa við tamningar

odinn@eidfaxi.is
5. janúar 2014 kl. 12:56

Hleð spilara...

Stuttu eftir að viðtalið sem fylgir þessari frétt slasaðist Gísli Haraldsson tamningarmaður og hrossaræktandi á Húsavík illa við tamningar.

"Það prjónaði hestur yfir sig þegar ég var að fara á bak og varð ég á milli hans og veggjar reiðhallarinnar þar sem þetta gerðist. Ég bæði rifbeins-, og viðbeinsbrotnaði." segir Gísli í viðtali við Eiðfaxa.

Í viðtalinu segir Gísli m.a. frá því að hann sé nýkominn á eftirlaun og hyggist fara á fullt í tamningar þar sem tíminn sé nægur.

"Ég var mjög bjartsýnn á veturinn fram að þessu atviki, en eftir að þetta gerðist þá losaði ég mig við flest öll hrossin sem ég var með og einbeiti mér að fullu að ná bata" segir Gísli að lokum.

Óskum við honum sem bestum og fljótustum bata.