miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slaktaumatöltinu er lokið

5. apríl 2013 kl. 21:35

Slaktaumatöltinu er lokið

Hér fyrir neðan koman niðurstöðurnar úr A-úrslitum. Jakob Svavar Sigurðsson sigraði örugglega á Al frá Lundum II. Guðmundur F. Björgvinsson leiðir enn einstaklingskeppnina með 42,5 stig en Sigurður Vignir Matthíasson er rétt á eftir honum með 38 stig.

Niðurstöður úr a-úrslitunum:

1. Jakob Svavar Sigurðsson  Alur frá Lundum II   8,42
2. Valdimar Bergstað  Týr frá Litla-Dal   8,17
3. Eyjólfur Þorsteinsson   Hlekkur frá Þingnesi   8,08
4.-5. Þórdís Erla Gunnarsdóttir  Ösp frá Enni   7,83
4.-5. Sigurður Vignir Matthíasson   Baldvin frá Stangarholti   7,83
6. Þorvaldur Árni Þorvaldsson   Stjarna frá Stóra-Hofi   7,71