þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slaktaumatölt í Meistaradeildinni

8. mars 2017 kl. 22:10

Hestamenn spá fyrir um úrslit í meistaradeildinni

Spennan fyrir Meistaradeildinni í hestaíþróttum hefur sjaldan verið meiri en nú í vetur. Næsta keppni er slaktaumatölt þar sem úrvals knapar og hestar eru skráðir til leiks. Margir hestamenn spá og spekulera í því hver sigrar keppnina.

Blaðamaður Eiðfaxa fékk því hestamenn til að spá fyrir um úrslit.

Karl Áki Sigurðarson, hrossaræktandi og íþróttadómari

Mín tilfinning er sú að Top Reiter liðið eigi eftir að vera í harðri baráttu við Elínu og Berg úr gangmyllunni um sigur í slaktaumatölti. Það er ljóst að á svona kvöldi skipta smáatriðin máli og spennustig knapa og hrossa mun hafa úrslitaáhrif. Eftir miklar og djúpar pælingar er mín röðun tíu efstu knapa eftirfarandi.

1.  Jakob Svavar og Júlía
2. Elin Holst og Frami
3. Bergur Jónsson og Katla
4. Viðar Ingólfs og Pixi
5. Árni Björn og Skíma
6. Sigurbjörn og Spói
7. Reynir Örn og Brimnir
8. Sigursteinn og Háfeti
9. Guðmar Þór og Brúney
10.Helga Una og Blæja

Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Reiðkennari og bústýra á Brjánsstöðum á Skeiðum

Ég tel að keppnin á milli þeirra sem ég spái 5 efstu sætunum verði mjög hörð. Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks og ég er viss um að það er spennandi kvöld í vændum. Í fyrri keppnisgreinum hefur mér fundist hestarnir vera í heildina vel þjálfaðir og undirbúnir. Ég hlakka til að fylgjast með slaktaumatöltinu.

1.Elin Holst og Frami
2.Bergur Jónsson og Katla
3.Árni Björn og Skíma
4.Jakob Svavar og Júlía
5.Guðmar Þór og Brúney
6.Viðar Ingólfs og Pixi
7.Þórdís og Ösp
8. Reynir Örn og Brimnir
9.Hulda Gústafs og Skorri
10.Helga Una og Blæja 

Árni Sigfús Birgisson, hestamaður á Selfossi

Ég spái því að það verði hart barist um úrslitasæti í slaktaumatölti. Katla hefur verið í svakalegu stuði hjá Berg undanfarið og ég held að hann sigri í þessari grein. Jakob Svavar mun veita honum harða keppni á Júlíu.

1. Bergur og Katla
2. Jakob Svavar og Júlía
3. Elin Holst og Frami
4. Viðar Ingólfs og Pixi
5. Guðmar Þór og Brúney
6. Sigurbjörn og Spói
7. Árni Björn og Skíma
8. Janus og Hlýri
9. Þórdís og Ösp
10. Sigursteinn og Háfeti