sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slakir taumar og skeið á föstudag

20. mars 2012 kl. 12:06

Slakir taumar og skeið á föstudag

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur dagssetning lokakvölds KEA-mótaraðar breyst:

 
"Við ætlum að halda tölt T2 og skeiðið föstudaginn 23. mars og byrja kl. 20:00. Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvern hest, og það þarf að leggja inná:
reikn. 0302-26-15841 kt. 430269-6749 Skráning telst ógild þar til greiðsla hefur borist.
 
Skráningu lýkur kl. 21:00 þriðjudaginn 20. mars. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir kl. 21:00. Taka þarf fram nafn knapa og kennitölu, nafn hests og IS-númer. Án þessara upplýsinga er skráningin ógild. Mótstjóri er Haukur Sigfússon 861 0311," segir í tilkynningu frá mótanefnd Léttis.