mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuggi í Ameríku

24. nóvember 2013 kl. 20:00

skuggi frá Strandarhjáleigu

geðprúður gæðingur sem hlaut 8,91 fyrir kosti farinn af landi brott.

 

Nýlega fór hæfileikafákurinn Skuggi frá Strandarhjáleigu til Bandaríkjana. Skuggi hefur vakið athygli á keppnisbrautinni undanfarin ár ásamt Elvari Þormarssyni. Þeir sigruðu meðal annars fimmgang á íþróttamóti Sleipnis í sumar og kepptu í úrslitum sömu greinar á Íslandsmóti. Þá hafa þeir keppt í Meistaradeildinni og á Landsmóti í Reykjavík.

Skuggi er geðprúður gæðingur sem hlaut 8.49 í aðaleinkunn kynbótadóms árið 2009 og hlaut þá 8,91 fyrir kosti. Hann hlaut þá 9,5 fyrir vilja og geðslag og einkunnina 9 fyrir tölt, skeið og stökk. Skuggi er undan Orrasyninum Kvist frá Hvolsvelli oggæðingamóðurinni Skímu frá Búlandi, sem hefur gefið af sér fjögur fyrstu verðlauna hross. Ræktandi Skugga er Þormar Andréson í Strandarhjáleigu. Nýr eigendur hans er þýsk hestakona, Antje Freygang, sem býr í Bandaríkjunum og eiga þau eflaust eftir að láta að sér kveða á amerískum íþróttamótum á næstunni.

hér fyrri neðan má sjá myndband af Skugga

Þessa grein og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is