laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráningu lýkur í dag

16. mars 2011 kl. 09:56

Skráningu lýkur í dag

Keppt verður í tölti og fimmgangi í síðasta móti KB mótaraðarinnar sem fram fer nk. laugardag í Faxaborg í Borgarnesi. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og hefst mótið kl. 12

Skráningar á mótið þurfa að berast fyrir kl. 22 í kvöld, miðvikudaginn 16. mars, á netfangið hrafnhildurgu@torg.is,  eða í s. 691-0280 eða 699-6116. 

"Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitala knapa, nafn og IS númer hests, lið (ef viðkomandi er í liði) og aðildarfélag eiganda hestsins. Skráningargjald er 1500 kr. fyrir 1., 2.flokk, opinn flokk  og ungmenni. (1.000 kr. fyrir annan hest) 1000 kr. fyrir börn og unglinga. Greiðist inn á reikning 0326-13-004810.Kt. 481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 17.mars annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að greiða," segir í tilkynningu frá mótshöldurum.

Í tölti verður keppt í sex flokkum: Börn, Unglingar, Ungmenni, 1. flokkur (meira keppnisvanir), 2. flokkur (minna keppnisvanir) og Opinn flokkur. Í fimmgangi verður keppt í 1. flokk og Opnum flokk.

Aðgangseyrir á mótið er 500 kr.