mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráningu alveg að ljúka !

27. janúar 2014 kl. 11:30

Hestaleikhúsið er aðalsmerki Fákasels. Föngulegur hópur knapa og hrossa kemur fram í sýningunni The Legends of Sleipnir.

Hópferð FT í Fákasel

FT hefur skipulagt hópferð fyrir FT félaga austur fyrir fjall þar sem Guðmar Þór mun taka á móti hópnum fimmtudaginn 30. janúar.
18:00 Brottför frá Olís við Rauðavatn með rútu
19:00 Forsýning fyrir FT félaga 
20:00 Matur - eitthvað sem jarmar
22.30 Brottför í bæinn

Eftir matinn mun Guðmar sýna okkur um svæðið og kynna fyrir okkur starfsemina. Því næst höldum við á barinn þar sem kaldur á krana verður í boði á góðu verði.
Verð: 2500.- hvort svo sem farið er með rútu eða ekki

Skráning verður að berast fyrir hádegi mánudaginn 27. janúar á snor33@gmail.com og fram verður að koma hvort einstaklingurinn ætli í rútuna. Hvetjum við fólk til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldatakmarkanir eru í rútuna. Skráningagjald er greitt við inngang í Fákaseli. 
Ath. Þessi ferð er aðeins fyrir skuldlausa félaga FT.