miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráningarfrestur á Líflandsmótið framlengdur

11. apríl 2013 kl. 13:41

Skráningarfrestur á Líflandsmótið framlengdur

„Skráningarfrestur á Líflandsmótið er framlengdur til miðnættis í kvöld. Æskulýðsnefnd Fáks hvetur börn, unglinga og ungmenni til að skrá sig á þetta skemmtilega mót. Skráningargjald er einungis 2.250 kr. á hverja  skráningu. Skráning í pollaflokk er á staðnum, athugið ókeypis fyrir polla.

Dregið verður úr nöfnum þátttakenda og hlýtur sá heppni eða sú heppna  
hnakk með öllum fylgihlutum frá Líflandi!!

Til að skrá þarf að fara inn á www.sportfengur.com og velja þar  
Skráningarkerfi.
Þar undir velur maður:
-Skráning
-Mót
-Velur hestamannafélagið Fák
-Fyllir út umbeðnar upplýsingar (ATH. að fylla út öll stjörnumerkt svæði)
-Þar neðst, í velja atburð, þar velurðu Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks
-Svo hakarðu við þinn keppnisflokk og velur upp á hvora hönd þú vilt byrja.
-Smellir svo á setja í körfu
-Ef þú ætlar að skrá fleiri hesta heldurðu áfram að skrá á sama hátt í  
næsta glugga
-Þegar þú hefur skráð þig og þinn hest eða hesta og ætlar ekki að skrá  
fleiri, þá smellirðu á Vörukarfa uppi í horninu hægra megin
-Ferð yfir skráningu þína og smellir á Áfram ef allt er rétt
-Næst er að fylla inn upplýsingar um greiðanda
-Ferð yfir pöntun þína og skilmála, muna að haka við samþykki skilmála
ATH. EINGÖNGU ER TEKIÐ VIÐ GREIÐSLU MEÐ KORTUM ? notið þann lið.
-Þá kemurðu næst inn á greiðslusvæði kreditkorta og fyllir inn  
upplýsingar þar og smellir á Greiða núna.
-Kvittun mun berast á skráð netfang passið að fara vel yfir netföng  
svo þau séu rétt!
-Skráning er ekki staðfest nema greiðsla hafi borist,“ segir í tilkynningu frá mótshöldurum