þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráningarfrestur á gæðingamót Fáks framlengdur til kvölds

19. maí 2013 kl. 17:00

Skráningarfrestur á gæðingamót Fáks framlengdur til kvölds

Skráningafrestur á Gæðingamót Fáks er framlengdur fram á kvöldið
(sunnudagskvöld).

Gæðingamót fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 23. - 26. maí nk.

Auk gæðingakeppninar verður boðið upp á tölt og skeiðkappreiðar. A og B-flokkur
gæðinga er opinn fyrir alla til að keppa í sem og skeiðgreinar og tölt
meistaraflokkur. Töltið skipist í meistaraflokk (sem allir geta skráð í) og er
þá riðið prógramm einn í einu.  Einnig er boðið upp tölt fyrir 17 ára og yngri
(skráð sem T3 unglingar) þar sem riðið er eftir þul og 3 inná í einu. Töltið í
meistaraflokknum er opið en ekki í 17 ára og yngri.

Skráning fer fram á sportfengur.com og lýkur í kvöld (sunnudagskvöld)
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

•     A flokkur gæðinga

•     A flokkur gæðinga áhugamenn

•     B flokkur gæðinga         

•     B flokkur gæðinga áhugamenn

•     Barnaflokkur   

•     Unglingaflokkur             

•     Ungmennaflokkur

•     100 m skeið     

•     150 m skeið

•     250 m skeið   

•     Tölt T1 meistaraflokkur

•     Tölt T3 17 ára og yngri (skráð sem tölt unglingar)

Að venju ríða áhugamenn í A og B flokki með reyndari knöpum en áhugamenn ríða
svo sérstök úrslit sunnudaginn 26. maí og þurfa þeir sem ætla að skrá sig í
áhugamannaflokk að tilkynna það með því að senda póst á fakur@fakur.is (knapi +
hestur + keppnisflokkur),“ segir í tilkynningu frá Fáki