fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráningar hafnar hjá Gusturum

4. maí 2012 kl. 13:51

Skráningar hafnar hjá Gusturum

Tekið er á móti skráningum um helgina á íþróttamót Gusts sem verður haldið dagana 12.-13. maí í Glaðheimum

 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
  • Pollar: 3-gangur og tölt
  • Börn: Tölt & 4-gangur
  • Unglingar: Tölt & 4-gangur
  • Ungmenni: Tölt, 4-gangur, 5-gangur & gæðingaskeið
  • Flokkur 2: Tölt (T7), 4-gangur, 5-gangur, gæðingaskeið & slaktaumatölt
  • Flokkur 1: Tölt, 4-gangur, 5-gangur, gæðingaskeið & slaktaumatölt
  • Einnig verður keppt í 100m skeiði.
 
Skráning verður frá föstudeginum 4. maí og til miðnættis mánudaginn 7. maí.
Skráningargjöld eru 2500 fyrir börn og unglinga, 3500 aðrar skráningar að er fram kemur í tilkynningu frá Gusti.