þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Svellkaldar hafin

10. mars 2015 kl. 12:57

Svellkaldar konur 2014

Aðeins 100 konur komast að.

Skráningar fyrir Svellkaldar konur hófst í hádeginu í dag inni á www.sportfengur.com og skraning.sportfengur.com.

Aðeins 100 konur komast að svo um að gera að vera tilbúin við tölvuna. Þátttökugjaldið er kr. 10.000 og er skráningin ekki tekin gild fyrr en greiðsla liggur fyrir. Allur ágóði af mótinu rennur til styrktar landsliðinu okkar sem keppir á HM í Herning í sumar.

Svellkaldar konur er flottur viðburður sem haldin verður í Skautahöllinni í Laugardal, laugardaginn 21. mars. Aðgangseyri verða litlar 1000 krónur, frítt fyrir 12 ára og yngri, að er fram kemur í tilkynningu frá LH.