miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning stendur yfir í úrtöku á Gaddstaðaflötum

3. júní 2012 kl. 17:08

Skráning stendur yfir í úrtöku á Gaddstaðaflötum

Úrtaka á Gaddstaðaflötum 9-10 júní 2012  þar sem hestamannafélögin Geysir, Logi, Smári og Trausti munu halda sameiginlega úrtöku á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 9-10 júní. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki,  A- og B-flokki gæðinga. Það verða tvær umferðir fyrir þá sem vilja eins og venjulega, allir verða að fara fyrri umferð og svo þeir sem vilja geta farið aftur í seinni umferð.

Skráningargjald verður 4000 kr í ungennaflokki, A- og B-flokki. Frítt verður í barnaflokk og unglingaflokk. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 4.júní kl 23:59. Skráning í seinni umferð verður svo að loknum hverjum flokki í fyrri umferð og verður sama skráningargjald í seinni umferð, eða  4000 kr í ungennaflokki, A- og B-flokki. Frítt verður í barnaflokk og unglingaflokk, greiðist það á staðnum.
 
Skráning fyrir Geysisfélaga fer fram á netinu á slóðinni skraning.is, greiðsla fer fram um leið og skráning. Einnig eru upplýsingar um skráningu á heimasíðu félagsins hmfgeysir.is
 
Upplýsingar um skráningu fyrir félgsmenn Loga er að finna á heimasíðufélagsins sem er hestamannafelagidlogi.bloggar.is
 
Upplýsingar um skráningu fyrir félgsmenn Smára er að finna á heimasíðufélagsins sem er smari.is
 
Upplýsingar um skráningu fyrir félgsmenn Trausta er að finna á heimasíðufélagsins sem er trausti.123.is 
 
Aðgangseyrir að mótinu er 1000 kr, frítt fyrir knapa og börn 13 ára og yngri. Mun aðgangseyrir renna í barna og unglingastarf hestamannafélaganna.