mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning stendur yfir á Opna OK töltmót Sóta

7. júní 2011 kl. 20:55

Skráning stendur yfir á Opna OK töltmót Sóta

Skráning heldur áfram í kvöld á opna OK töltmótið hjá Sóta sem fer fram þriðjudaginn 14 júní kl. 18. Mótið verður haldið á velli félagsins við Breiðumýri á Álftanesi, en völlurinn hefur verið lofaður af atvinnumönnum og verður í toppstandi. 

Tekið er við skráningu í s: 618-0266 á milli kl. 20-22:00.

Athugið að allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til félags eldri borgara á Álftanesi.

Keppt verður í Meistarflokki og 1. flokki.

Með því að skrá þig á mótið styrkir þú gott málefni, getur unnið þér inn hestamynd eftir Helmu og fengið koss frá óvæntum leynigesti og síðast en ekki síst, unnið þér rétt til að keppa á Landsmóti.