mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Sprettsmót framlengd

14. maí 2014 kl. 10:55

Hestamannafélagið Sprettur

Fjöldi keppnisgreina í boði.

Skráningarfrestur á opið WR mót Spretts hefur verið framlengd samkvæmt tilkynningu frá félaginu:

"Þar sem einhverjir lentu í vandræðum með að skrá sig í gegnum Sportfeng hefur skráningarfrestur á opið World Ranking íþróttamót Spretts verið framlengdur til kl. 18 miðvikudaginn 14. maí. Skráning fer fram í gegnum www.sportfengur.com undir “Mót.”

Boðið er upp á eftirtaldar keppnisgreinar:

  • Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 - Tölt T1 - Tölt T2 - Fimmgangur F1 - Gæðingaskeið
  • 1.flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4- Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið
  • 2.flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 - Tölt T4 - Tölt T7 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið
  • Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 - Tölt T7 - Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið
  • Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4- Tölt T7 - Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið
  • Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T7
  • 100m skeið – 150m skeið – 250m skeið

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef það næst ekki nægileg þátttaka

Skráningargjöld eru 5.000 kr í öllum flokkum nema í barna og unglingaflokkum sem og skeiðgreinum ( 250m, 150m, og 100m ) sem þau eru 4000 kr.

Athugið að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu. "