laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning í Stóðhestablað Eiðfaxa að ljúka

7. mars 2011 kl. 12:20

Skráning í Stóðhestablað Eiðfaxa að ljúka

Nú fer skráningu í Stóðhestablað Eiðfaxa 2011 að ljúka og því er rétt að minna stóðhestaeigendur á að senda Eiðfaxa skráningu, hugnsast þeim að auglýsa hesta sína þar.

Stóðhestablað Eiðfaxa hefur þjónað hrossaræktendum í 16 ár og verið helsta uppflettirit þeirra. Blaðið inniheldur upplýsinga um stóðhesta til afnota í ár, áhugaverðar greinar um hrossarækt, kynbótadóma, rætunarbú, ræktunarmarkmið og sýningar. Með skráningu í blaðið er stóðhesturinn einnig skráður á nýjan stóðhestavef Eiðfaxa auk aðgangs að fréttavef Eiðfaxa fyrir tilkynningar um notkunarstaði og ómskoðanir.

Eiðfaxi býður upp á öfluga samvinnu blaðs og vefs auk þess sem hægt er að skoða blaðið á rafrænni útgáfu sem býður upp á fjölbreytta möguleika og notkun á videó og flash tækni.

Auglýsingakostir
Við bjóðum upp á mismunandi kosti fyrir eigendur stóðhesta.
Heilsíða– 64.000 kr.
Hálfsíða – 32.000 kr.
1/3 síða – 22.000

-    Öll verð eru birt án vsk.
-    Ef pantað er fyrir fleiri en ein hest er veittur magnafsláttur.

Skráning
1.    Smelltu hér til að fylla út skráningu.
2.    Fylltu inn í merkta reiti.
3.    Veljið góða mynd af hestinum og hengið við skráninguna. Mikilvægt er að huga vel að gæðum myndar, því mynd hefur mikið auglýsingagildi. Því er æskilegt að mynd sé amk. 1 MB að stærð.
4.    Senda skráningu. Einfaldara getur það ekki orðið.