fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning í Meistaradeild UMFÍ og LH á miðvikudag

7. febrúar 2011 kl. 11:11

Skráning í Meistaradeild UMFÍ og LH á miðvikudag

Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 12. febrúar og verður keppt í fjórgangi og T2. Mótið er opið öllum unglingum og ungmennum 14 til 21 árs.

Tekið verður á móti skráningum í andyri Reiðhallarinnar  í Víðidal og í  símum 5670100, 6604606 og 6604612  miðvikudaginn 9. febrúar frá kl. 19:00 til 21:00. Greiða þarf við skráningu, ekki verður tekið á móti skráningum eftir auglýstan skráningartíma, skráningargjald er 2.000 kr. á grein, aðeins er hægt að skrá einn hest í hvora grein. Riðin verða A og B úrslit.


Þetta mót er tilvalið að fyrir þá sem vilja spreyta sig á að ríða meistaraprógramm, það er einn keppandi inná í einu í fjórgang en þrír í tölti T2.