sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning í Landmótsúrtöku Geysis, Trausta, Loga og Smára

6. júní 2011 kl. 13:30

Skráning í Landmótsúrtöku Geysis, Trausta, Loga og Smára

Landsmótsúrtaka fyrir hestamannafélögin Geysi, Trausta, Loga og Smára fer fram 11. júní nk. að er fram kemur í tilkynningu frá stjórn Geysis.

"Fyrri umferð úrtöku hestamannafélagsins Geysis verður haldin laugardaginn 11. júní og hefst að lokinni yfirlitsýningu eða kl. 13. Hestamannafélögin Trausti, Logi og Smári verða með okkur í úrtöku. Úrtaka verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokki.
Geysir má senda inn 6 keppendur í hverjum flokki. Allir skuldlausir félagar hafa þátttökurétt í úrtöku. Við viljum því minna alla þá sem eiga eftir að borga félagsgjaldið að gera það sem allra fyrst. Þeir sem ríða fyrir Geysir á Landsmóti hestamanna 2011, ber skylda að ríða í félagsbúning Geysis á landsmótinu.
Skráningargjald er 4000 kr á hest og fer skránina fram í kvöld mánudagskvöld 6.júní kl 19:00-22:00 á kanslaranum á Hellu og í síma 8939966 Steinn, 8642118 Hallgrímur, 8943106 Vignir.
Það sem þarf að koma fram í skráningu er IS-númer og nafn hests, nafn og kennitala eiganda, nafn og kennitala knapa, flokkur.
Seinni umferð fer fram mánudaginn 13 .júní og er skráning í hana á laugardeginum 11 .júní. Lýkur skráningu í seinni umferð 2 klst eftir að keppni lýkur í fyrri umferð og fer greiðsla fram á staðnum.
Aðgangseyrir að úrtökunni er 1000 kr, frítt fyrir knapa og börn yngri en 12 ára."
 
Í kvöld fer fram skráning á opið töltmót sem Geysir stendur fyrir þann 13. júní:
 
"Opið töltmót verður haldið á Hellu mánudaginn 13.júní annan í hvítasunnu eftir að seinni umferð í úrtökunni hjá Geysir, Loga, Smára og Trausta er lokið. Mótið verður opið punktamót og einn af síðustu möguleikum til að komast inn á landsmót í töltkeppnina þar.
Fer skráning fram í kvöld mánudagskvöld 6.júní klukkan 19:00 – 22:00 á kannslaranum á Hellu og í síma 8642118 Hallgrímur, 8943106 Vignir, 8939966 Steinn.
Skráningargjald er 4000 kr á hest og fer greiðsla fram á sama tíma, mánudagskvöld 6.júní klukkan 19:00 – 22:00 gegnum síma.
Fram þarf að koma IS-númer og nafn hests, nafn og kt knapa, hestamannafélag."