laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning í KEA-mótaröðina

1. febrúar 2012 kl. 11:26

Skráning í KEA-mótaröðina

Skráning er hafin fyrir Fjórgang KEA mótaraðarinnar sem fram fer fimmtudaginn 9. febrúar og er skráning á lettir@lettir.is.

 
Mótaröðin var sterk í fyrra en allt bendir til þess að hún verði enn sterkari í ár!
 
Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvern hest, og það þarf að leggja inn á: reikn 0302-26-15841 kt: 430269-6749 (a.t.h. þetta er ekki sami reikn. og vanalega er notaður). Skráning telst ógild þar til greiðsla hefur borist.
 
Skráningu lýkur kl. 19:00 mánudaginn 6. febrúar. Ráslistar verða birtir þriðjudaginn 7. febrúar.
 
Taka þarf fram nafn knapa og kennitölu og í hvaða grein er verið að skrá í, nafn hests og IS-númer. Án þessara upplýsinga er skráningin ógild.
 
Mótið hefst kl. 19:00, fimmtudaginn 9. Knapafundur hefst klukkutíma fyrir upphaf móts.
 
Mótanefnd Léttis