fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin

30. október 2014 kl. 10:41

Sölumót Southhorses verður haldið í Sprettshöllinni

Sölumót Southhorses.

Sölumót Southhorses föstudaginn 7.nóv verður haldið í Sprettshöllinni í kópavogi og hefst kl 18:00. Bein útsending fer fram á isibless.is. 

Keppt verður í fjórgangi V2, fimmgangi F2 og tölti T7, einnig verður boðið uppá reiðhestaflokk þar sem sýnendur hafa frjálsar hendur í 3 mín. Ávalt verða 2 hestar inná í einu. Ef mikil skráning er í reiðhestaflokk þá verða fleiri inná í einu.
 
Við skráningu skal útfylla eftirfarandi - (Ef upplýsingar vantar í skráningu er það á ábyrgð eiganda/knapa)
IS-númer:
Nafn:
Litur:
F:
M:
Stutt lýsing:
Verð:
Söluaðili:
Sími/netfang/veffang:
Knapi:
Grein:
 
Skráning er hafin og skal senda á netfangið midkot@emax.is , skráningu lýkur þriðjudaginn 4.nóvember kl 23:59.
Skráningargjald er 3500 kr á hvern hest í hverja grein og greiðist inná: 
banki: 586-14-402187
kt: 291169-5389
MUNA senda kvittun á midkot@emax.is