miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin

8. apríl 2014 kl. 08:32

Sif frá Helgastöðum

Kynbótasýningar vorsins

Í dag 7. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú er um að gera að drífa í að skrá. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.comþar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á skráningarsíðuna hér í gegnum heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en á  forsíðunni er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“. Einnig má finna hér á heimasíðunni undir  búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.

Síðasti skráningardagur er að jafnaði viku fyrir sýningu nema í þeim tilfellum þar sem sýning fyllist þá lokast sjálfkrafa á sýninguna, þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Lena Reiher og Oddný Kristín Guðmundsdóttir munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma 516-5000, einnig verður hægt að senda þeim tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/umráðamenn til að hafa tímann fyrir sér frekar en hitt þegar kemur að skráningum á sýningarnar. Hér fyrir neðan má sjá sýningar vorsins og hvenær er síðasti skráningar- og greiðsludagur.